Ísafjarðarbær hefur trú á Kómedíunni

Á föstudaginn var endurnýjaður samstarfssamningur Ísafjarðarbæjar við Kómedíuleikhúsið. Samningurinn felur í sér að Kómedíuleikhúsið vinnur ýmis verkefni fyrir Ísafjarðarbæ árlega. Verkefnin eru: Leikhúsið verður með leikatriði á 17 júní, stendur fyrir 4 húslestrum á Bæjar- og héraðsbókasafni, sýnir leikrit og eða menningardagskrá í skólum bæjarins og standi fyrir leiklistarnámskeiði fyrir börn í bænum í tengslum við hátíðina Veturnætur. Samningurinn er til tveggja ára. Kómedíuleikhúsið vill þakka Ísafjarðarbæ fyrir traustið sem bærinn ber til leikhússins og er þessi samningur stór þáttur í því að styrkja starfsemi Kómedíuleikhússins. Gaman er að geta þess að Kómedíuleikhúsið fagnar 15 ára afmæli nú í ár og er leikhúsið meðal elstu starfandi einka leikhúsa á landinu. Óhætt er að segja að starfsemi einkaleikhúsi hafi verið mjög erfið síðustu ár sem sýnir hve fá þau eru eftir í dag sem starfa á ársgrundvelli. Ástæðan er fyrst og fremst skortur á opinberu fjármagni og verður að segjast einsog er að Menntamálaráðuneytið hefur staðið sig afleitlega hvað varðar atvinnuleiklist á landsbyggðinni. Þar á bæ vilja menn bara ekkert með það hafa að svoleiðis sé í gangi. Furðulegt. En sem betur fer hefur Ísafjarðarbær trú á atvinnuleiklist á landsbyggðinni og hefur nú sýnt það í verki með því að gera góðan samstarfssamning við Kómedíuleikhúsið. Hafið þökk fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband