Vestfirsku dægurlögin - allt að seljast upp

Það er líf og fjör í miðasölunni fyrir söngvasjóvið Vestfirsku dægurlögin sem verður á fjölunum fyrir vestan um pásakana. Nú þegar er orðið uppselt á sýninguna á Skírdag, en laus sæti eru á sýninguna í kvöld miðvikudag kl.21. Miðasölusíminn er 892 4568 og miðaverðið er aðeins krónur 2.900.-. Síðasta sýningin á Vestfirsku dægurlögunum er síðan á föstudaginn langa 6. apríl kl.21. Sýningar eru í Félagsheimilinu í Bolungarvík og rútuferðir eru frá Ísafirði alla sýningardaga. Rútan fer frá Samkaupsplaninu kl.20.
Það er nýjasta leikhús Vestfjarða Vestfirska skemmtifélagið sem setur söngvasjóvið Vestfirsku dægurlögin á svið. Leikhúsinu stýra þeir félagar Elfar Logi Hannesson, leikstjóri, og Guðmundur Hjaltason, tónistarstjóri. Þrír söngvarar taka þátt í sýningunni það eru þau Hjördís Þráinsdóttir, Steingrímur Rúnar Guðmundsson og Sveinbjörn Simbi Hjálmarsson. Hljómsveitina skipa Guðmundur Hjaltason, Bjarni Kristinn Guðjónsson, Sunna Karen Einarsdóttir og Haraldur Ringsted.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband