Herra menntamálaráðherra vilt þú ganga í málið?

Ég er kannski ekki alveg marktækur þegar ég segi að leikhús sé bæði æðislegt, mikilvægt og síðast en ekki síst skemmtilegt. Og svo miklu miklu meira. Leikhús hefur forvarnargildi, leikhús er skemmtilegt áhugamál, leikhús er fjölbreytt, leikhús er beytt og einsog sumir segja svolítið oft leikhús hreyfir við okkur. Er örugglega að gleyma einhverju og þið megið þá endilega fullkomna þennan lista hér að neðan. En það er annað sem ég er að hugsa. Það er sú staðreynd að einn markaður hins íslenska leikhús hefur gjörsamlega hrunið. Já, það er orðið. Hrunið. 

Þetta gerðist einmitt þetta ár sem oft er nefnt en ég ætla ekki að nefna hér því allir vita hvað ég er að tala um. Fyrir þann tíma hafði verið mikið líf í svonefndum skólaleiksýningum. Leiksýningum sem voru sérstaklega gerðar í þeim tilgangi að geta ferðast um landið og þá aðallega í skóla. Erum þá að tala um alla skóla alveg frá leik - til framhaldsskóla. Reyndar var framhaldsskóla markaðurinn ávallt lítill og svo gott sem engin í dag. Ég var svo heppinn að fá að starfa við þennan geira leikhússins í mörg ár. Fyrst með Möguleikhúsinu og síðan með eigin leikhúsi, Kómedíuleikhúsinu. Þessi hefð fyrir skólasýningum er reyndar mjög ung veit ekki alveg árið sem þetta byrjaði hér á landi allavega vorum við langt á eftir hinum Norðurlöndunum í þeim málum og þá sérstaklega Danmörku. Í dag erum við ekki bara í aftursætinu hvað leiksýningar fyrir skóla varðar heldur lengst aftan í skotti.

Ég fullyrði það að þessar skólasýningar voru og eru mjög mikilvægar fyrir íslenska æsku. Ég veit ekki hve oft ég hef sýnt fyrir krakka sem hafa aldrei áður séð leikrit. Já, aldrei áður séð leiksýningu. Þessar leiksýningar sem gerðar voru fyrir þennan markað voru mjög fjölbreyttar. Margar höfðu skírskotun í námsefnið þannig gerði t.d. sá sem hér ritar leikrit um Gísla Súrsson. En sú saga er einmitt kennd víða í skólum landsins. Svo skemmtilega vill til að margt ungmennið hefur loksins fattað söguna eftir að hafa séð leikritið. Alveg satt. Svo voru líka gerð leikrit fyrir skólamarkaðinn sem höfðu bara hreint og beint afþreyingagildi. Svo voru gerðar sérstakar jólasýningar sem nutu mikilla vinsælda.

En svo var það þetta ár sem engin vill festa á blað né hugsa um. Þá bara varð leikhúshrun. Svo virðist sem liðurinn ,,leiksýningar" í fjárhagsáætlun skóla þessa lands hafi bara verið strikaðir út. Einsog hjá knattspyrnugoðinu á sínum tíma.

Þetta er ekki gott mál. Bara alls ekki.

Hvað er til ráða? Markaðurinn hefur lítið sem ekkert tekið við sér ennþá enda virðist ekki verið áætlað fjármagn í leiksýningar.

Nú vil ég biðla til herra menntamálaráðherra að ganga í þetta mál. Við í Kómedíuleikhúsinu erum alveg til í að gera meira að segja samning og veita góðan afslátt af leiksýningum fyrir skóla. Og að sjálfsögðu ef maður gerir samning þá fær maður betri prís. En það mikilvægasta er að hefjast handa og gera eitthvað í málinu. Hér er um verkefni að ræða fyrir æsku þessa lands og það er jú hún sem skiptir öllu máli.

Það er ekki bara trúin sem flytur fjöll leikhúsið getur það líka, allavega á leiksviðinu.

Hérna er númerið mitt herra menntamálaráðherra ef þú vilt ræða málið.

891 7025

Elfar Logi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband