Vinnum saman eða afhverju geta ekki öll dýrin í skóginum verið vinir

,,Það er nú svo skrýtið, er á það ég lít" söng besti söngvari þjóðarinnar Vilhjálmur Vilhjálmsson í eigin texta fyrir alltof löngu. Enn á þetta þó vel við því enn er margt skrýtið. Stundum eru meira að segja einföldustu hlutir voða skrýtnir. Og svo er ég sjálfur líka voða skrýtin eða einsog leikskáldið orðaði svo skemmtilega í einu verka sinna,, skrýtinn fugl ég sjálfur". Svo er líka enn annað skrýtið og það er að líka má rita þetta orð með einföldu eða skrítið. 

Sjálfur er ég svo skrýtinn að það að allir vinni saman finnst mér það besta í heimi. Enda er það líka staðreynd ef við vinnum saman þá getum við gert svo miklu miklu meira. Nonni Sig var ekkert að djóka þegar hann sagði ,,Sameinaðir stöndum vér." En, já alltaf kemur þetta litla orð sem er svo gífurlega sterkt, það er nú bara alls ekkert alltaf sem við vinnum saman. Afhverju? Vildi ég gæti svarað því. Það er t.d. mjög skrýtið að stundum geta einföldustu hlutir orðið til þess að samstarf og samvinna gengur ekki á milli okkar mannfólksins. Sjálfur hef ég t.d. lent í því að það gangi ekki að vinna með mér því ég sé vinur þessa og þessa. Ég sé skyldur þessum og hinum. Eða jafnvel vegna þess að ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Sem ég og gerði og er heldur ekkert að fela það. Auðvitað á hver að hafa sína skoðun á því að vild en held þó að það sé alveg hægt að vinna með manni þrátt fyrir það. Sjálfur vinn ég oft með fólki sem hefur kosið Vinstri græna eða Samfylkingu og alla hina flokkana líka. Mér vitanlega hefur það ekki haft nein áhrif á samstarfið enda erum við ekkert að ræða pólitík. Vinahópurinn er líka útúm allt í pólitík og það er bara gaman. Ég meina hvað væri varið í þetta alllt saman ef allir væru sammála. Hvað ættum við þá að ræða?

Kannski þurfum við bara að gera meira af því einsog áðurnefndur Vilhjálmur söng í einu sinna laga: Tölum saman.

Og svo skulum við öll vinna saman. Því það er svo miklu auðveldara og skemmtilegra.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband