Lífið er yndislegt og allir spila kandí kröss

Ávallt fyllist maður stolti þegar mætt er á hina árlegu árshátíð Grunnskólans á Ísafirði. Hef sagt það áður en segi það samt aftur og enn að æskan á Ísafirði er frábær. Brosandi og sískapandi en meina samt vel það sem þau segja og gera. Því er mikilvægt að við tökum mark á þeim og hlustum. 

Á hverri árshátíð er ákveðið þema og í ár var það ,,Öll ólík, öll eins." Sannarlega gott efni til að vinna með enda kom það í ljós strax á fyrstu sýningu núna í morgun. Atriðin voru sannarlega ólík og alls ekkert eins. Enda er lítið varið í dæmið, lífið og leikhúsið ef allt er alveg eins. Vissulega var stórt stungið á efninu og einsog einn leikhúsmaðurinn segir svo alltof oft: Sýningin hreyfði sannarlega við manni.

Í einu atriðinu var skemmtilegt skot á Evróvisjonið þar sem símakjósendur lentu í miklum vanda um hvaða lag skyldi velja. Því það var aðeins eitt lag í keppninni en það var sungið þrisvar sinnum og það var að sjálfsögðu slagarinn Lífið er yndislegt.

Ekkert var eins nema það að hinn vinsæli leikur kandí kröss kom víða við sögu.

Það var sannarlega fast skotið á árshátíð Grunnskólans á Ísafirði og ávallt lenti knötturinn í netinu og oftar en ekki í samskeytunum.

Lífið er sannarlega yndislegt á Ísafirði. Við verðum bara að gæta okkar á því að týna okkur ekki í kandí krössinu einsog æskan benti okkur svo réttilega á.

Til hamingju æska og framtíð Ísafjarðar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með þér Elfar Logi, þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ég fer ekki á árshátíð Grunnskólans, því unginn minn er komin í Menntaskólann. En það eru svo sannarlega bæði leikgleði og góð skilaboð sem koma frá krökkunum okkar. Og ekki síður hve kennarnir eru duglegir að koma öllu til skila. Stundum ótrúlega góðar útlausnir hvernig þau koma leikendum öllum á sviðið, allt upp í 20 börn eða fleiri, og áreynslulaust bæði innkomur og útgöngur. Þau eiga heiður skilinn, Grunnskólinn sjálfur þar með talinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2014 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband