Leikhúspáskar á Ísó

Vá það er bara ekkert minna það eru fimm leiksýningar á fjölunum í Ísafjarðarbæ þessa páska. Sannarlega ástæða til að sækja hið eina sanna vestur heim. Það er samt ekki allt því það er geggjað gott skíðafæri á dalnum og svo er hin frábæra rokkhátíð alþýðunnar Aldrei fór ég suður að bresta á. Sannarlega má segja að menningarbærinn Ísafjarðarbær iði að lífi alla páskana. 

Leiksýningarnar fimm á leikhúspáskum á Ísó eru fjölbreyttar og sannarlega geta allir aldurshópar fundið sína sýningu. Atvinnuleikhús Vestfjarða Kómedíuleikhúsið sýnir tvær leiksýningar um páskana. Gamanleikurinn Fjalla-Eyvindur verður sýndur á morgun, Föstudaginn langa, kl.20 í Hömrum sal Tónlistarskóla Ísafjarðar. Á laugardag sýnir Kómedían sitt nýjasta verk barnaleikritið Halla. Sýnt verður á Safnahúsinu Ísafirði kl.16.30 og 17.30. Miðasala á sýningar Kómedíuleikhússins er þegar hafin í síma: 891 7025.

Á Þingeyri sýnir Leikdeild Höfrungs vinsælasta barnaleikrit allra tíma Lína Langsokkur. Þrjár sýningar verða núna um páskana í dag Skírdag kl.16 og á Föstudaginn langa kl.14 og kl.17. Miðasölusími á Línu  Langsokk er 867 9438.

Í næsta firði, firði Önundar sýnir Leikfélagið á Flateyri farsann Allir á svið. Þrjár sýningar verða á þessum fjöruga farsa á Föstudaginn langa kl.20 og á laugardag kl.17. Miðasölusími er 847 7793.

Á Ísafirði sýnir Litli leikklúbburinn gaman og söngstykkið vinsæla Þið munið hann Jörund. Sýnt verður í dag, Skírdag, kl.20. Miðasölusími: 856 5455.

Það er morgun, dag og næturljóst að það þarf engum að leiðast í Ísafjarðarbæ þessa páska. Gleðilega Leikhúspáska á Ísó.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband