Rommí á Bíldudal

Það má vel segja að leiklistarlífið hafi verið í góðum gangi á Vestfjörðum síðustu ár. Áhugaleikfélögin hafa sett upp hvert stykkið á fætur öðru og það sem enn betra er að mörg félög hafa verið að vakna af sínum Þyrnirósadvala. Nú hefur hið fornfræga Leikfélagið Baldur á Bíldudal vaknað á nýjan leik og er að frumsýna núna á helginni. Um er að ræða hinn vinsæla gamanleik Rommí. Það eru stórleikarar staðarins þau Hannes Friðriksson og Þuríður Sigurmundsdóttir sem fara með hlutverkin. Leikurinn gerist á dvalarheimili eldri borgara og má segja að fast sé skotið, enda er gamanleikurinn einmitt beittastur og bestur í að stinga á kílum samfélagsins.

Rommí verður frumsýnt í Baldurshaga á Bíldudal núna á laugardag 17. maí kl.20. Önnur sýning verður á fimmtudag 22. maí kl.20. Leikstjóri sýningarinnar er yðar einlægur en gaman að geta þess að það var einmitt þarna sem leikferillinn hófst. Einmitt með Leikfélaginu Baldri í Baldurshaga í janúar 1977. Þetta er í fyrsta sinn sem ég leikstýri á senuæskuslóðum og þið getið rétt ímyndað ykkur stemmarann í mínu hjarta.

Leikfélagið Baldur á Bíldudal á sér langa og merka sögu. Félagið var stofnað í lok janúar árið 1965 og fagnar því hálfrar aldar afæmli á næsta ári. Félagið hefur sett á svið yfir 20 leikverk það fyrsta var á Vængstýfðum englum árið 1966. Meðal annarra verka sem Baldur hefur sett á svið má nefna Maður og kona, 1968, Mýs og menn, 1971, Skjaldhamrar, 1978, Höfuðbólið og hjálegan, 1992, Jóðlíf, 1995, og Sviðsskrekkur, 2000. Auk þess stóð Leikfélagið Baldur lengi fyrir árshátíð þar sem ávallt var boðið uppá heimasamin stykki oftast úr smiðju meistara Hafliða Magnússonar.

Það er til marks um endurnýjun lífdaga Baldurs að það er einmitt allt í gangi hér á Bíldudal. Þorpið yðar að lífi og allt er þetta jú einsog spilaborg. Atvinna og skemmtun fara afar vel saman.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband