Fyllum eyðina með listamannaíbúðum

Það er eitthvað sérlega heillandi við eyðibýli. Einhverjir töfrar og sannarlega saga og oftar en ekki gleymd saga. Hvernig væri nú að breyta einsog 20 eyðibýlum af þessum 160 í listamannaíbúðir. Vissulega þarf að velja þau sem eru best með farin haldi allavega vatni og vindum. Líklega þarf að stinga rafmagni aftur í samband við bæinn og svo náttúrulega mubla bæinn upp. Semsé einhver kostnaður en á móti kæmu tekjur inná íbúðina vegna leigu til listamanna. Tæki líklega nokkur ár að ná núllinu en þannig er það einmitt í listinni. Fyrstu árin er mínus á dæminu en svo stefna allir að stóra núllinu og það ætti alveg að takast í þessu tilfelli.

Sjálfur væri ég meira en til í að dvelja á eyðibýli til að skapa og vinna við mína list. Nokk viss um að fleiri væru til í það líka. Svo fyllum eyðbýlin af lífi og sköpun.  


mbl.is Ríkið á 160 eyðijarðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband