Hinn dásamlegi hljóđheimur hljómplötunnar

Fátt er betra en ađ eiga góđa stund međ sjálfum sér og hlýđa á tónlist. Hvađ ţá ef hlustađ er á hinn einstaka hljóđheim hljómplötunnar. Sannarlega hljómar engin hljómplata eins og er ţá ekki meint tónlistin sjálf heldur hljóđin. Eftir ţví sem gripurinn snýst oftar og nálin leikur um hann fara stundum ađ bćtast viđ önnur hljóđ. Smá sarg. Verra ţó ef skífan stoppar í sama farinu en ţađ getur samt veriđ ágćtt ţví ţá ţarf mađur ađ standa ađeins uppúr hćgindastólnum og gefst ţá gott tćkifćri til ađ liđka eigin líkama. Í raun er hljómplatan ekki ósvipuđ og hellu espresso kaffikannan. Eftir ţví sem oftar er helt uppá ţeim mun betri og sterkari verđur sopinn. Ţannig er ţví einnig fariđ međ hljómplötuna ţví oftar sem hún snýst ţeim mun betri verđur ekki bara tónlistin heldur gripurinn sjálfur. Sem heldur áfram ađ ţróast og verđur ţví meira lifandi ţarna liggur einmitt munurinn á hljómplötunni og geisladisknum. Ef hann stoppar ţá stoppar hann bara og snýst síđan bara endalaust í sama farinu og um sjálfan sig sama hvađ er skrollađ fram og aftur. 

Um jólin var ég svo heppinn ađ fá plötuspilara í jólagjöf en gamli Grundig hafđi gefist upp á nálinni fyrr á árinu. Ţessi nýji heitir Lenco og sómir sér heldur betur vel í borđstofunni í Strćtinu. Nú ţeytir mađur skífum sem aldrei fyrr og mikiđ er gott ađ fá aftur ađ heyra ţennan dásamlega hljóđheim hljómplötunnar. Safniđ hefur nokkuđ stađiđ í stađ eftir ađ Grundig gaf upp öndina en strax í gćr var ţremur hljómplötum bćtt í safniđ. Ţar fremst í flokki er Sóleyjarkvćđi. Gefiđ út af Ćskulýđsfylkingunni sambandi ungra Sósíalista, ţví miđur er ekkert ártal ritađ á umslagiđ. Hér er á ferđinni ljóđabálkur Jóhannesar úr Kötlum í tóngerđ Páls Pálssonar. Ég segi ykkur ţađ bara alveg strax ađ ţetta er mikiđ snildarverk. Enda bjóst ég nú ekki viđ öđru ţar sem einvalaliđ listamanna leiđir ţarna saman hesta sína. Stjórnandi er vinur minn góđur og lćrifađir í listinni Eyvindur Erlendsson. Međal flytjanda má nefna Arnar Jónsson, Karl Guđmundsson og góđan vin minn Eyvind Eiríksson. 

Ef ég yrđi spurđur á götu hvort ég vćri til í ađ taka ţátt í flutningi á ţessu verki ţá mundi ég hoppa tvisvar í loft upp. Bara ađ nefna ţetta ef svo skemmtilega vildi til ađ einhver sé ađ pćla í ađ dusta rykiđ af ţessu einstaka listaverki. 

Afţví ađ ţađ er ný hafiđ nýtt ár og vinsćlt er ađ setja sér heit og markmiđ. Ţá hef ég ţegar gert mitt áramótahljómplötumarkmiđ en ţađ er ađ halda áfram ađ safna SG hljómplötunum. Er ţá ađ tala um ţessar 33 snúninga. Vissulega er ţetta stórt markmiđ ţví ég á ađeins 18 hćggengar SG en alls komu út 180. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband