Ekkert internet nú þá er bara að flytja

Internetið eða alnetið einsog margir vilja kalla það og er eiginlega fallegra orð og jafnvel bara réttnefni. Nútíminn er nefnilega engin trunta heldur alnet. Það er bara allt á netinu í dag og allir eru þar. Hér vestra er þetta ekkert öðruvísi meira að segja sjónvarpið er í gegnum netið. Reyndar virðist okkar net vera með miklu fleiri götum en nokkur sjómaður mundi sætta sig við. Þannig er útsendingin alltaf höktandi hér hjá okkur í Strætinu á Ísó. Nú mætti benda frjóum busnesmanni að fara nú að hanna sveifar á sjónvörp já þið vitið svona einsog var notað á bifreiðarnar í árdaga. 

Það er ekki nóg með að útsending sjónvarpsins sé höktandi því þetta smitast einnig yfir í tölvuna mína. Stundum dettur mér eitthvað geggjað í hug til að rita sem stöðu á Facebook sem byrjar kannski svona: 

Ég er ó....

 

Já, þarna datt netið út og ég óa og æpi. Þegar ég nefndi þetta við einn netverja þá sagði hann einfaldalega:

Nú, þá er bara að flytja.

 

Eitthvað rámar mig í að einhver hafi sagt eitthvað þannig um daginn og einhvern veginn rámar mig í að það hafi ekki notið mikilla vinsælda. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband