Erfiðar slitnar byggðir
19.1.2025 | 18:08
Ég hef verið að stúdera ljóðheim ljóðabónda Vestfjarða, Guðmundar Inga Kristjánssonar, frá Kirkjubóli í Öndunarfirði. Sá orti nú, einsog frandi Einar Kárason segir gjarnan, litla vitleysu eða kunni að nefna það. Víst var ljóðabóndinn einsog margt skapandi fólk hrifið af ljósinu og þá einkum sólinni enda báru allar bækur hans hið bjarta upphaf Sól. Í raun skilur maður þetta ennbetur búandi á Vestfjörðum þar sem sólin dregur sig árlega í nokkurra mánaða frí. Hér á Þingeyri hvar ég bý bíðum við nú öll eftir upphafi febrúarmánuðar nær sólin birtist í skarðinu og fer svo með hverjum degi að bera geisla sína lengra og lengra fram á eyrina fögru. Þannig skýn sólin fyrst hjá mínum góðu tengdaforeldrum enda búa þau nær sólarskarðinu en við hjónin. Við erum í strætinu, Aðalstrætinu.
Það var eigi bara sólin er ljóðabóndinn Gvendur orti um heldur og hið fagra vestur. Í ljóðaverki sínu Sólfar er kom út 1981 er að finna ljóðið Vestur á fjörðum. Hvar einmitt er að finna orðin er prýða fyrirsögn þessarar hugleiðingar:
Vestur á fjörðum eru enn
erfiðar slitnar byggðir.
Sitja þar nokkrir sveitamenn
er sýna þeim rækt og tryggðir.
Svo heldur hann á að yrkja um hina strjálu sveitabyggð Vestfjarða hvar sumsstaðar er líf og sumsstaðar hafa ljósin verið slökkt endanlega. Tíminn hefur svo enn dregið tjöldin fyrir og slökkt ljós margra bæja er lifðu ljós í ljóði skáldsins annó 1981.
En samt tímarnir breytast mennirnir með og enn erum við hér vestra ræktum vorn fjórðung og eflum vora tryggð. Það hefur nefnilega margt lagast og bæst hér vestra. Þá einkum í samgöngum enda máttum við alveg við þeirri vegabót eða þó fyrr hefði verið segir einhver en ég segi bara betra seint en ekki. Ég held líka að við erum fyrir vestan búum verðum að temja okkur það að tala frekar vort svæði upp en niður. Vissulega má margt bæta og þangað stefnum við alveg óhikað. Eða einsog ljóðabóndinn Gvendur frá Kirkjubóli sagði:
Og sagan á enn sitt mikla mál
og myndir sem rísa úr valnum.
Leyfi mér svo að bæta við hinni gullnu settningu vestfirska bókaútgefandans Hallgríms Sveinssonar:
Upp með Vestfirði!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning