List er byggðamál

Ég þekki mann sem býr út á landi sem fór á sína fyrstu dansleiksýningu nær hann var kominn yfir sjötugt. Það finnst mér nokk merkilegt en þó ekki. Framboð listar á landsbyggð er nefnilega alls ekki nógu mikið og er það miður. Ef eitthvað þá er listin enn mikilvægari í fámenningu en í borgarlandinu, einsog nú er svo vinsælt að nefna höfuðborgarsvæðið. Ef eitthvað þá hefur fjölbreytileiki lista á landsbyggð minnkað ef eitthvað er því meðgjöfin frá ríkinu hefur verið allt of lítil í þennan svellta málaflokk sem listir á landsbyggð eru og þá ekki síst atvinnulistir. Meina afhverju er ekki fyrir löngu búið að koma upp atvinnuleikhúsum í öllum fjórðungum landsins. Líklega vilja margir bara segja hvað þurfa að vera óperusýningar útum allt land er ekki bara nóg að hafa það í borginni og fólkið komi þangað. Þýðir heldur ekkert að nefna að Þjóðleikhúsið eigi að já um landsbyggðina því þeir gera það bara ekki. Því miður. Þannig er einmitt staðan í dag að til að sækja fjölbreytta list þá þarftu bara að fara suður. Það sem verra er að listin er órjúfanlegur hluti af lífshjólinu það er ekki nóg að vinna í laxi eða verslun þú þarft líka að hafa gaman, upplifa, hlaða batteríið og þar kemur listin sterkust inn og það á öllum sviðum. Hvort heldur það er dansiball, leikhús, myndlistarsýning, dansnámskeið.... 

Ný stjórn komin og hún hefur nú alveg einstakt tækifæri til að gera stórátak í byggðamálum með sérstaka áherslu á listir. Fyrir allmörgum árum var komið á hinum frábæru Sóknaráætlunum landshlutanna með framlagi frá ríki og sveitarfélögum. Þessir sjóðir eru eitthvað það besta sem komið hefur fyrir listastarfsemi á landsbyggð. Það væri því upplagt að hefjast strax handa og minnst fimm falda framlögin í sóknaráætlanirnar því það væri alvöru sóknarleikur og líklega bara beint í mark, einsog var hjá Arsenal í gamla daga, sko, minna núna. 

Eða einsog einhver sagði, nú er lag eða kannski frekar betra seint en ekki. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband