Alþjóðlegi leiklistardagurinn - leikhúsið verði þjóðskóli

Í dag er einstaklega hátíðlegur dagur fyrir heimsbyggð alla því í dag er Alþjóðlegi leiklistardagurinn. Því skulum við öll gera einsog gjört er á hátíðardegi í frægasta leikhúsbæ allra tíma Kardemmomubæ - hrópa margfallt húrra fyrr leiklistinni. Megi hún svo lengi lifa og eða bara lifa. Sem starfandi leikhúsmaður, sem áhugamaður síðan ég var 6 ára en sem atvinnuleikari síðan 1997, hef ég kannski ekki miklar áhyggjur af líftíma leikhússins. Því leikhúsið er svo einstakt og fáu líkt. Þú þarft að vera á staðnum til að upplifa leikhúsið enda er það list augnabliksins alveg hér og nú. Leikhúsið er svo einstakt að þú mátt endilega og bara alveg slökkva á símanum meðan á sýningu stendur, hvernig svo sem leikstykkið verður þá verður hitt pottþétt betra að geta verið án þarfasta þjónsins er nútímamaðurinn nefnir og upplifa að það er bara alltílæ að vera ekki sítengdur við símheima. Þú missir líklega af fáu markverðu og svo er maður nú alltaf að komast að því að maður er kannski ekki alveg ómissandi. 

Á hinum alþjóðlega degi er gott að opna aðeins hausin og pæla hvað við gætum gert betur í leiklstarmálum. Vissulega sprettur margt upp en þó vil ég aðeins nefna eitt og það er aðgengi að leiklist. Þar megum við Íslendingar bæta okkur allverulega sérlega á landsbyggðinni. Aðgengi hinna strjálbyggðu byggða að leiklist eru ósköp klén. Hin fáu atvinnuleikhús sem á landsbyggð starfa, eru ef ég tel rétt 4, gera sitt besta sem og áhugaleikfélögin sem víða starfa. Í fámenninu er erfitt að fást vð fjölbreytileikann sérlega í leiklistinni því miður getum við ekki verði einsog magazínið fyrir sönnan með vöruval á öllum hæðum, við erum kannski mera einsog kjallarabúðin. Ástæðan er fámennið og svo hið sígilda skortur á fjármagni til handa atvinnuleiklist og áhugaleiklist á landsbygð. 

Minn leikhúsdraumur er stór og þetta með aðgengið er mér mjög hugstætt og þá ekki síður líka aðgengi að leikhúsi óháð búsetu, stöðu og efnahag. Þar eru tækifæri til bætingar. Ég hef verið að glugga í ævisögu hins fyrsta Þjóðleikhússtjóra Guðlaugs Rósinkranz sem rétt er að nefna að er Vestfirðingur frá Tröð í Önundarfirð. Í opnunarræðu Þjóðleikhússins sagði hann nokkuð sem mér finnst harmonera vel við á hinum Alþjóðlega leiklistardegi: Fluttningur leikritanna sé listrænn, að leikritin hafi bókmenntalegt eða listrænt gildi, eigi erindi til áheyrendanna og séu í því formi, að þau nái til almennings. Á þessu veltur hvort leikhúsið getur orðið sá þjóðskóli, sem því er ætlað að verða.

Vel orðað hjá Vestfirðingnum. Þjóðskóli það fangar vel aðgengi okkar landsmanna að leiklist og mikilvægi þess að við stórbætum og jöfnum aðgengi allra að leikhúsinu. 

Sjáumst í leikhúsinu og helst sem oftast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband