KÓMEDÍULEIKHÚSINU VEL TEKIÐ Á NORÐURLANDI

Það er óhætt að segja að Kómedíuleikhúsinu hafi verið vel tekið í upphafi leikferðar um landið. Næstu tvær vikurnar verður leikhúsið á ferðinni um norður- og austuland með leikina Dimmalimm og Gísla Súrsson. Dimmalimm hóf leikinn á mánudag í Grunnskóla Siglufjarðar þar var sannkölluð ævintýrastemning og krakkarnir á Sigló tóku vel undir. Daginn eftir var Dimmalimm í svaka stuði en leikurinn var þá sýndur 3 sinnum. Tvær sýningar voru á Hvammstanga fyrir leik- og grunnskólann. Sýnt var í safnaðarheimilinu sem breyttist í flott leikhús meðan ævintýrið fór fram. Dimmalimm brunaði svo á Borðeyri og sýndi fyrir nemendur þar. Grunnskólinn á Borðeyri er með þetta flotta svið og aðstöðu sem er alveg til fyrirmyndar. Að lokinni sýningu var leikaranum svo boðið í kaffi og kökur ekki amalegt eftir ævintýralegan dag. Frá Borðeyri lá leiðin til Akureyrar og nú er Dimmalimm komin í smá pásu og útlaginn Gísli Súri tekur við. Gísli Súrsson var sýndur í morgun í Brekkuskóla og óhætt að segja að áhorfendur hafi semmt sér vel ekki síður en leikarinn. Rétt er að geta þess að þetta var 152 sýning á Gísla Súra og telst það nú nokkuð gott. Á morgun verður Gísli Súrsson aftur á fjölunum í Brekkuskóla og verður sýndur tvívegis. Öll aðstaða í Brekkuskóla er til fyrirmyndar, stórt og mikið svið, ljós og alles mjög vandað allt saman. Já við megum ekki gleyma að nefna allt það góða sem við höfum. Á föstudag vaknar Dimmalimm úr dvalanum og verður á fjölunum í Þelamerkurskóla. Kómedíuleikarinn ætlar að drekka í sig norðlenska menningu meðan á dvölinni stendur og að sjálfsögðu verður líka kíkt í sundlaugina góðu og þá sérstaklega heita pottinn. dimmalimm2

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband