BESTA BÚLLAN Á AKUREYRI

Í morgun sýndi Kómedía tvær sýningar á Gísla Súrssyni í Brekkuskóla á Akureyri. Áhorfendur skemmtu sér sérlega vel og alltaf er maður nú jafnkátur þegar það gerist. Ég meina það er nú ekkert auðvelt að þurfa að fara að horfa á einhverja leiksýningu kl. korter í níu að morgni og hvað þá eitthvað sem er byggt á þúsund ára gamalli sögu. En sem betur fer sofnaði engin því gestir voru vel með á nótunum og hláturinn dundi þegar Ingjaldsfíflið og fleiri kappar stigu á stokk. Að lokinni sýningu var farið í laugina lesist pottinn. Var leikarinn þá orðin nokkuð svangur og skellti sér á Hamborgarabúlluna, sem hefur lengi verið stefnt að skoða. Svona er máttur auglýsinganna en þessi ágæti staður er mjög duglegur í þeirri deildinni. JPV kallinn var eimitt að tala um auglýsinga málin í Kiljan þættinum í gær og það að þó að maður auglýsi mikið þá verði að vera varið í innihaldið líka. Alveg sammála allavega eftir heimsóknina á Hamborgabúlluna á Akureyri minnir mann reyndar mikið á Tommaborgara, hvernig skyldi standa á því. Penninn hér á Akureyri er komið með þetta fína bókakaffi og þar er gott að tylla sér enda úrvals gott kaffi sérrílagi Latte. Framundan er síðan bara huggulegheit í höfuðstað norðurlands, rölta Listagilið og soddan nokkuð. Næsta sýning og sú síðasta hér fyrir norðan er síðan í fyrramálið. Þá verður Dimmalimm í Þelamerkurskóla. Síðan liggur leiðin austur á firði. Gísli á Uppsölum Ha? ER ÞETTA GÍSLI Á UPPSÖLUM. P.s. svona í tilefni skemmtilegs dags læt ég hér fylgja mynd sem Pétur Eggerz, leikstjóri og Möguleikhússtjóri, félagi minn tók af mér þegar við vorum að vinna að einleiknum Skrímsli vestur á Bíldudal. Skelltum okkur í Selárdal einn daginn og fórum m.a. á Uppsali þar sem einbúinn Gísli bjói. Þessi mynd er tekinn inní húsinu en það stendur opið og óvarið. Þyrfti nú að fara að huga að því allavega loka fyrir glugga og soddan þó það þurfi nú ekkert endilega að gera safn sem virðist vera aðalæðið í dag. En þeir sem hafa séð myndina hafa nú verið að velta fyrir sér hvort Kómedíuleikarinn ætli nú að fara að búa til einleik um einbúann Gísla - þeir eru allavega ekkert ósvipaðir segja margir. Segjum ekkert til um þetta að sinni en hugmyndin er góð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband