Risi og skíðastökkpallur

Í gær lauk leikferð Kómedíuleikhússins um Norðurland en alls voru sýndar 8 leiksýningar á 5 dögum og er Kómedían þakklát fyrir góðar viðtökur á öllum stöðum. Loka sýningin var í leikskólanum Álfasteini þar sem nornin Bauja fór á kostum í ævintýrinu um Dimmalimm. Reyndar varð nú smá span á leikhúsinu þann morgunin. Að vanda var Kómedíuleikarinn mættur 50 mín. fyrir sýningu en það tekur alltaf nokkurn tima að bera leikmyndina inn, stilla henni upp, setja upp ljós og svona, og áfangastaðurinn stóð bókaður Grunnskólinn Þelamörk. En ops eitthvað hafði það skolast til í bókhaldinu því sýningin átti að vera í leikskólanum í þeirri góðu sveit en ekki í grunnskólanum. Vorum við því búin að aka fram hjá þeim ágæta skóla því hann er eiginlega á Akureyri eða rétt hjá Húsasmiðjunni´(hvað er maður nú að skrifa það hér leikhúsið fær reyndar smá afslátt hjá þeim en bara 8% en jæja þetta lýsir staðháttum best). Leikarinn stóð þá einsog svo oft áður einsog álfur út úr hól en skundaði af stað í leikskólann Álfastein. Þegar þangað var komið var hálftími í sýningu og sjaldan hefur leikarinn verið jafn snöggur að gera allt klárt því tveimur mínútum áður en sýningin átti að hefjast kl.9.43 var allt tilbúið og kl.9.45 hófst sýningin einsog planað var. Allt samkvæmt áætlun einsog einhver sagði í frægu leikriti man ekki hverju jú var það ekki Kardóbærinn eða hitt Egner stykkið, skiptir ekki. Sýningunni var vel tekið á Álfasteini og ekki spillti að fá gómsæta klatta og gott kaffi á eftir, takk fyrir okkur. Stefnan var nú tekin á Siglufjörð þar sem Kómedíuleikarinn ætlar að vera yfir helgina hjá Tóta bróður. Það tekur nú smá tíma að aka á Sigló frá Akueyri en margt að sjá. Ók í gegnum Dalvík þar sem Jóhanni risa Péturssyni er gerð skil með stóru skylti þar rétt hjá Byggðasafni bæjarins. Margt skemmtilegt að sjá á Dalvík, lítill og sætur gosbrunnur og kirkjan er líka flott. Þarna er líka kaffihús en eitthvað er nú rólegt þar yfir vetratímann því það var bara hægt að fá kaffi eða hádegismat ekkert kruðerí enda engin þörf á því í kuldanum.  Næsti áfangastaður Ólafsfjörður. Alltaf er nú jafnskrítið að sjá þennan skíðastökkpall þarna í bænum en samt er þetta mjög skemmtilega absúrd eitthvað. Svo vekur sérstaka athygli þessi flottu bjálkahús við enda bæjarins, væri alveg til í að leigja svona hús í einhvern tíma og njóta lífsins. Láheiðin tók svo við, svo göng strákanna og sídarbærinn Sigló. Á morgun, sunnudag, leggur Kómedíuleikhúsið svo af stað austur á firði. Fyrsti áfangastaður er Þórshöfn og verður Dimmalimm á fjölunum í Félagsheimilinu kl. 10.

Mynd dagsins er tekin á einhverri skólasýningu á Gísla Súrssyni, svaka fílingur í Kómedíuleikaranum.

gisli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband