GÍSLI SÚRI ÆTTI AÐ FARA Í ALLA SKÓLA LANDSINS

Kómedíuleikhúsið er enn á leikferð um austurland og í dag voru sýndar tvær sýningar báðar í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Dimmalimm hóf leikinn kl.8 í morgun og Gísli Súrsson tók svo við kl.10. Á Gísla sýningunni var þétt setinn bekurinn en skólinn var svo rausnarlegur að bjóða eldri borgurum Reyðarfjarðar á sýningunna og var það vel til fundið. Allir skemmtu sér hið besta og þá ekki síst Kómedíuleikarinn. Það er óhætt að segja að Kómedíuleikhúsinu hafi verið frábærlega vel tekið á þessari leikferð um landið bæði af nemendum, kennurum og heldri borgurum. Kómedíuleikaranum hlýnaði mikið um hjartaræturnar þegar einn kennarinn sagði að,, það ætti bara að skylda skólana til að taka sýninguna um Gísla Súrsson. Þetta er alveg mögnuð sýning og mikilvægt að krakkarnir fái tækifæri til að sjá sýninguna." Annar kennari á góðum aldri sagði eftir sýningu á Gísla: ,,Þetta er besta leikrit sem ég hef séð." Alltaf gott að fá klapp á bakið og sérlega líst Kómdíuleikhúsinu vel á þá hugmynd að Gísli ætti að fara í alla skóla landsins það væri sko skemmtilegt verkefni. Já það er óhætt að segja að Gísli hafi rúllað vel hann hefur nú verið sýndur um 160 sinnum og vonandi erum við bara rétt að byrja. Enda eru Íslendingasögurnar svo magnaðar að mikilvægt er að vinna með þær og gera þeim skil á leiksviðinu sem og í myndlist eða öðrum listum. Á morgun verða Dimmalimm og Gísli á fjölunum á Eskifirði og hefst leikurinn kl.10 í fyrramálið.

Mynd dagsins er Íslenskir einleikir. Þetta er mynd af kápu samnefndrar bókar sem Kómedíuleikhúsið gaf út og inniheldur 11 leiki allt frá Gísla Súra til Hins fullkomna jafningja. Þeir sem vilja festa kaup á þessu einstaka riti geta sent tölvupóst á Komedíu komedia@komedia.is og verðið er náttúrulega alveg einleikið eða 1.500 kall.

kápa2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband