21 SÝNING Á 20 DÖGUM

Leikferð Kómedíuleikhússins er lokið og er óhætt að segja að leikferðin hafi verið skemmtileg kómedía. Kómedíuleikhúsið ferðaðist um noður-austur- og suðurland með einleikina Gísli Súrsson og Dimmalimm. Leikferðin stóð yfir í 20 daga og var obbulítið meira en ein leiksýning á dag eða 21 styki. Kómedíuleikhúsið er hæst ánægt með árangurinn og frábærar viðtökur. Kómedíuleikarinn er nú komin vestur á fjörður aftur. Ekki á þó að leggjast í kör því nú hefjast æfingar að fullum krafti að tveimur sýningum. Fyrst ber að nefna Jónasardagskrána Ég bið að heilsa sem verður frumsýnd Við pollinn á Ísafirði 7. nóvember. Þar munu Elfar Logi og Þröstur Jóhanesson flytja ljóð Jónasar Hallgrímssonar í tali og tónum en leikurinn er fluttur í tilefni af 200 ára afmæli listaskáldsins góða. Síðast en ekki síst hefjast æfingar á jólaeinleiknum Jólasveinar Grýlusynir sem verður frumfluttur 17. nóvember í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Elfar Logi leikur og er höfundur ásamt Soffíu Vagnsdóttur sem einnig leikstýrir. Tónlist semur Hrólfur Vagnsson. Ekki má gleyma Aumingja litla ljóðinu sem Kómedíuleikhúsið sýnir á laugardaginn á ljóðahátíðinni Glóð á Siglufirði. Semsagt Kómískt og skemmtilegt ástand í herbúðum Kómedíuleikhússins.

P.s. Kómedíuleikhúsið fangar enn einni endurútgáfu bókarinnar Dimmalimm og sérílagi að nú sé hún einnig fáanleg í pólskri þýðingu. Og hér eru þau Dimmalimm og Pétur í einleik Kómedíu Dimmalimm.

dimmalimm brúður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband