HÖFUNDUR AUMINGJA LITLA...
16.10.2007 | 13:20
Að gefnu tilefni skal þess getið að nafn ljóðaleiksins Aumingja litla ljóðið er sótt í ljóðabrunn Steins Steinarrs. Ljóðið sem um ræðir hljómar svona:
Líf mitt er eins og ljóðið
og ljóðið er eins og ég
samt fáum við aldrei að finnast
og förum hvort sitt veg
Aumingja litla ljóðið
sem lífið hvergi fann
aumingja litla lífið
sem ljóðinu ann
Svo fljúga þau eins og fuglar
í fjarskann hvort sitt veg
og ekkert verður eftir
nema aumingja ég.
Þá vitum við það. Aumingja litla ljóðið verður á dagskrá ljóðahátíðarinnar Glóð á Siglufirði núna um helgina. Hátíðin hefst á fimmtudag en ljóðaleikurinn verður sýndur á laugardagskvöldinu kl.19.30.
Mynd úr uppfærslu Kómedíu á einleiknum Steinn Steinarr árið 2003. Leikari var Elfar Logi Hannesson og leikstjóri Guðjón Sigvaldason.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.