SPARIKALLINN LENDIR Á VESTFJÖRÐUM
23.10.2007 | 11:18
Kómedíuleikhúsið kynnir nýja kómíska fígúru í fyrramálið í listabænum Súðavík. Persóna þessi heitir Sparikallinn og kemur frá plánetunni Spari en þar má finna lítið land sem heitir Spariland. Í Sparilandi tala menn sparísku bjóða t.d. góðan dag með því að segja Sparilegan dag og þegar Spariíbúar kveðja segja þeir einfaldlega Sparibless. Sparikallinn er sérlegur Sparisendiherra Sparilands og er komin til Íslands til að kynna sér Sparihætti hér á landi sem og kynna sitt Sparilega Spariland. Það er Sparisjóður Vestfirðinga sem stendur fyrir komu Sparikallsins og mun hann heimsækja útibú Sparisjóðsins enda vel við hæfi þar sem þar má margt læra um hvernig má Spara peninginn. Fyrsta Spariheimsókn Sparikallsins í útibú Sparisjóð Vestfirðinga verður sem hér segir:
Súðavík miðvikud. 24. okt. kl.11
Þingeyri fimmtud. 25. okt. kl.11
Flateyri fimmtud. 25. okt. kl. 13.30
Ísafjörður föstud. 26. okt. kl.11 og kl.14
Kómedíuleikhúsið fagnar sparitilkomu Sparikallsins og hlakkar til sparisamstarfsins.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.