LJÓÐ DAGSINS - MIÐVIKUDAGUR

Kómíska ljóðæðið heldur áfram og nú hefst fyrsti kapituli af þættinum Ljóð dagsins. Næstu vikurnar eða meðan Kómsíka ljóðaæðið stendur yfir verður birt eitt ljóð á dag. Það er við hæfi að byrja á uppáhaldi Kómedíuleikhússins sem er vestfirska skáldið Steinn Steinarr og að sjálfsögðu er það ljóðið Miðvikudagur.

 

MIÐVIKUDAGUR

Miðvikudagur. – Og lífið gengur sinn gang,

eins og guð hefir sjálfur í öndverðu hugsað sér það.

Manni finnst þetta dálítið skrítið, en samt er það satt,

því svona hefir það verið og þannig er það. 

Þér gangið hér um með sama svip og í gær,

þér sigrandi fullhugar dagsins, sem krónuna stýfið.

Í morgun var haldið uppboð á eignum manns,

sem átti ekki nóg fyrir skuldum. – Þannig er lífið. 

Og mennirnir græða og mennirnir tapa á víxl,

og mönnum er lánað, þó enginn skuld sína borgi.

Um malbikuð strætin berst múgsins háværa ös,

og Morgunblaðið fæst keypt niðr’ á Lækjatorgi. 

Miðvikudagur. – Og lífið gengur sinn gang,

og gangur þess verður víst hvorki aukinn né tafinn.

Dagbjartur múrari eignaðist dreng í gær,

í dag verður herra Petersen kaupmaður grafinn.

steinn 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband