LJÓÐ DAGSINS - RITDÓMUR
26.10.2007 | 09:26
Nýr dagur runnin upp og hér kemur ljóð dagsins. Enn er sótt í smiðju Jóns úr Vör en á morgun verður skáldið í aðalhlutverki á Vestfirskum húslestri í Safnahúsinu á Ísafirði. Kómedíuleikarinn les þar úr verkum Jóns og Jóna Símonía Bjarnadóttir fjallar um skáldið. Ljóð dagsins heitir Ritdómur og er í ljóðabókinni Regnbogastígur sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf út árið 1981. Vel við hæfi að fjalla um þetta efni nú í upphafi jólabókaflóðs.
RITDÓMUR
Bók þessa
ritaði hestur
sem hafði svo lengi
verið í hafti
að hann er ekki
enn
búinn að átta sig.
Nú þarf hann ekki
að halda áfram
að hoppa -
nú getur hann
sagt það
sem hann vill.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.