LJÓÐ DAGSINS - VETRARDAGUR

Veturinn er gengin í garð samkvæmt dagatalinu, fyrsti vetradagur og veturkongur tekur völdin. Hér á Ísó er konungurinn mildur á fyrsta degi sínum rigning en smá snjöföl í fjöllum. Ljóð dagsins er að sjálfsögðu í stíl við daginn og enn og ný leitum við í smiðju Jóns úr Vör. Enda er það vel við hæfi því í dag kl.14 verður fyrsti Vestfirski húslesturinn á þessum vetri og er hann helgaður þorpsskáldinu frá Patró. Lesturinn verður í Safnahúsinu á Ísó kl.14. og er aðgangur ókeypis. Ljóð dagsins heitir Vetrardagur og er í höfuðverki Jóns úr Vör Þorpið. Bókin kom fyrst út árið 1946 og hefur margsinnis verið endurútgefin enda er hér á ferðinni einstök lýsing á þorpi sem gæti verið hvar sem er á Íslandi þó svo skáldið sé hér að yrkja um þorpið sitt Patreksfjörð. Vetrardagur Jóns úr Vör gjörið svo vel.

VETRARDAGUR

Eftir svellaðri vegbrún gengur lágvaxinn maður

með lítinn kút sér við hönd.

Þeir segja fátt

og fara sér hægt niður brekkuna.

Ef þú hefur einhverntíma séð kaupmanninn okkar

muntu þekkja hann, þegar þú kemur til himnaríkis,

þó að þú værir aðeins sex ára þegar hann dó.

Kannski þér finnist, þegar þú ert orðinn stór,

að tvíræð glettni hafi búið í augum hans,

eitthvað haglkennt og hart

              bak við hið eilífa ferðalag hökutoppsins

              gegnum þykkar höfuðbækur.

Kannski mannstu aðeins menlaust bros

í vindilangan mahonírauðrar stofu.

Fámennt í búðinni,

kaupmannshönd á rauðhærðum kolli

- og kexkökur tvær í lófa þínum

sem snöggvast. - Augnráð fóstra þíns

og þú leggur gjafirnar

                             þegjandi frá þér

án þess að þakka.

Eftir svellaðri götu fara tveir lágvaxnir menn

og leiðast upp brattann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband