EKKI HÆTTA HALLVARÐUR SÚGANDI
31.10.2007 | 18:48
Á hinum frábæra BB fréttavef var í gær frétt um það að Leikfélagið Hallvarður Súgandi ætlaði ekki að setja upp leikverk á næsta ári. Þetta er leitt að heyra og vonandi verður þetta ekki að veruleika. Aðalfundur var haldin fyrir skömmu hjá félaginu og mætti víst bara stjórninn á fundinn en það er nú ekkert óalgengt í áhugaleikjaheiminum en einhvernvegin virðast fundir ekki heilla félagsmenn. Kómedíuleikarinn minnist þess t.d. þegar hann starfaði með Leikfélaginu Baldri á Bíldudal að svokölluð ,,góðmennt" mæting var ríkjandi. Hinsvegar þegar farið var í að setja upp stykki þá komu allir. En það var semsagt ákveðið að á Súganda að setja ekki upp leiksýningu næsta sumar. Hallvarður Súgandi hefur starfað með fádæma krafti síðustu ár en þar á bæ er ekki sýnt að vetri til heldur um sumarið í tengslum við Sæluhelgina á Suðureyri sem er skemmtileg bæjarhátíð. Frumsýning leikfélagsins markar jafnan upphaf hátíðarinnar. Leikfélagar eru því að æfa yfir sumarið og er alveg aðdáundarvert að geta gert það á þessum tíma þar sem fólk er nú oft á ferðinni og vill njóta þessa skemmtilegu árstíðar í útiveru og almenna skemmtan í stað þess að hanga inní leikhúsi allan júní og vel fram í júlí mánuð. En þetta hafa Súgfirðingar gert og það er óhætt að segja að verkefnin hafa verið mettnaðarfull síðasta sumar setti félagið upp Galdrakarlinn í Oz hvorki meira né minna. Af öðrum verkum sem Hallvarður hefur sett á svið má nefna Ronja ræningjadóttir og Bróðir minn ljónshjarta. En alls hafa verið sett upp 11 verk á níu árum gerir aðrir betur. Leikfélagið Hallvarður Súgandi hefur verið eitt aðaláhugaleikfélagið á Vestfjörðum síðustu ár við hliðina á Litla leikklúbbnum á Ísafirði, Leikfélagi Hólmavíkur og Leikfélaginu Baldri. Áhugaleikfélögin á Vestfjörðum hafa verið að týna tölunni síðastu tvo áratugina eða svo en fyrir mörgum árum var áhugaleikhópur starfandi í hverjum firði. Það hefur náttúrulega gegnið á ýmsum á Vestfjörðum síðustu áratugi og nokkuð fækkað og meðalaldur hækkað. Sumir vija rekja upptökin af hruni áhugaleikfélagana til vídeósins þegar það ruddi sér inná heimili landsmanna. Og enn aðrir við tilkomu sjónvarpsins fyrir fimmtíu árum eða eitthvað. Þetta hefur vissulega allt haft áhrif einsog allar eðlilegar breytingar og tækninýjungar. Fólk er líka meira á ferðinni enda orðið auðveldara að skreppa suður og hvað þá til útlanda. En áhuginn á leikhúsinu er samt til staðar það sýnir mæting á sýningar félagana einsog t.d. á Ronju hjá Hallvarði fyrir nokkrum árum. Við þurfum á leikhúsinu að halda og sérstaklega núna í skammdeginu. Hvort heldur fyrir áhorfendur og þá ekki síður fyrir þá sem koma að sýningunum leikurum, ljósamönnum osfrv. því þetta er jú áhugamennska og stórskemmtilegur félagsskapur. Vestfirðirnir verða vissulega fátækari ef starfsemi Leikfélagsins Hallvarðs Súganda dettur niður og því hvetja ég alla til að stiðja og hvetja þetta góða félagi til að starfa áfram og gleðja okkur um ókominn ár. Áfram vestfirskt leikhús, áfram Hallvarður Súgandi og líka allir hinir, Litli Leikklúburinn, Baldur á Bíldó, Hólmavík.
Mynd: Hallvarður Súgandi. Galdrakarlinn í Oz, 2007.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég hefði nú alveg mætt á þennan fund hefði ég mér verið boðið. Mér finnst reyndar allt í lagi að taka pásu eitt leikár.. held að þetta leikfélag þurfi á því að halda. Aftur á móti fyndist mér skynsamlegt að hafa þessa sýningu ekki á þessu tími. Það er erfitt að fá fólk í áhugaleifélög, hvað þá á sumrin. En þetta virðist vera heilagt hjá súgfirðingum að hafa frumsýninguna þessa helgi en það væri kannski sniðugt að breyta þessu...
Gaman að fá þig í blogg heiminn Logi! :D
Marta, 1.11.2007 kl. 00:12
Takk Marta. Já ég veit nú ekkert hvernig var boðað til fundarins sjálfsagt bara með auglýsingu í sjoppinu á Súganda eða eitthvað. En já ég er alveg sammála þér varðandi það að gott sé að taka sér ársleikpásu en það sem ég óttast er að pásan gæti orðið lengri. Kannski er það leiðin að breyta frums og hafa hana t.d. um vorið og taka hana svo upp aftur um sumarið og sýna á Sæluhelginni einsog venja er. Ég held að það gæti verið auðveldara í framkvæmd. p.s. sorrí að ég komst ekki á hlöðukonsertinn hjá þér og Svabba en hef heyrt góðar sögur.
Kómedíuleikarinn (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 12:04
Leikfélagið Hallvarður súgandi glímir svipaðan draug og önnur leikfélög. Sami litli kjarninn stendur fyrir starfseminni og sumir innan kjarnans orðnir mjög þreyttir og þarfnast hvíldar.
Það er stöðugt erfiðara að fá fólk til þess að leggja hönd á plóg við undirbúning og störf við sýningar, nú vilja flestir fá greitt fyrir vinnuna sína en það sannarlega gengur ekki í áhugaleikhúsinu. Venjan er auðvitað sú að enginn fái greitt nema leikstjóri verksins. (Þó svo önnur ónefnd áhugaleikfélög hafi haft leikara á launum)
Hvort sem sýningartíminn valdi því að fólk taki ekki þátt eða ekki get ég sannarlega ekki svarað. Það má vera að fólk sé viljugra til starfa á veturna en það er þó ekki víst, ég held að fólk setji alveg jafnt fyrir sig vont veður og slæmt. Það er reyndar staðreynd að félagið getur ekki sett upp sýningu í "fjölnota" íþróttahúsinu að vetrarlagi, það er einfaldlega upptekið.
Það verður allavega spennandi að sjá hvað næsti aðalfundir leiðir í ljós.
Unnar (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.