LJÓÐ DAGSINS - UM HANA SYSTUR MÍNA
1.11.2007 | 11:57
Fyrst þetta: Ljóðaunnendur nú getið þið unnið miða á frumsýningu á ljðaleiknum Ég bið að heilsa. Smellið ykkur inná www.bb.is þar er grein um skemmtilegan spurningaleik í tengslum við sýninguna. Sendið svarið á netfang Kómedíu og þá eruð þið komin í ljóðapottinn. Í hádeginu á mánudag verða þrír heppnir og getspakir dregnir upp úr ljóðapottinum og vinna þeir hinir sömu tvo miða á Ég bið að heilsa. Ekki nóg með það þessu fylgir líka dýrindis kvöldverður á undan sýningu í boði veitingarstaðarins Við Pollinn á Ísó. Einsog greint var frá í gær þá er Jónasar Hallgrímssonar vika á Kómedíublogginu og stendur fram að frumsýningu 7. nóvember. Ljóðin sem verða birt í Jónasarviku eru öll í leiknum Ég bið að heilsa. Ljóð dagsins er ein af perlum skáldsins og heitir Um hana systur mína:
UM HANA SYSTUR MÍNA
Sáuð þið hana systur mína
sitja lömb og spinna ull?
Fyrrum átti ég falleg gull.
Nú er ég búinn að brjóta og týna.
Einatt hefur hún sagt mér sögu.
Svo er hún ekki heldur nízk:
hún hefur gefið mér hörpudisk
fyrir að yrka um sig bögu.
Hún er glöð á góðum degi,
glóbjart liðast hár um kinn,
og hleypur, þegar hreppstjórinn
finnur hana á förnum vegi.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.