SPURNINGALEIKUR KÓMEDÍULEIKHÚSSINS SLÆR Í GEGN
1.11.2007 | 18:49
Það er óhætt að segja að spurningaleikurinn sem Kómedíuleikhúsið og www.bb.is vefurinn störtuðu í dag hafi slegið í gegn. Um er að ræða laufléttan spurningaleik er tengist nýjustu sýningu Kómedíuleikhússins Ég bið að heilsa sem verður frumsýnd 7. nóvember næstkomandi. Spurt er: Í hvaða dal fæddist Jónas Hallgrímsson? Svar skal senda á netfang Kómedíuleikhússins komedia@komedia.is og stendur leikurinn fram á hádegi á mánudag. Þrír heppnir vinna tvo miða á sýninguna og, takið eftir, út á borða á undan á veitingastaðnum Við Pollinn á Ísafirði þar sem leikurinn er sýndur. Borðhald hefst kl.19.00 og sýningin klukkustund síðar. Þegar hafa borist hátt á fjórða tug svara og gaman að segja að þau eru öll rétt. En örvæntið ekki öll rétt svör sem berast verða satt í einn hatt og hver veit nema þú sért á leiðinni út að borða og á leiksýningu.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.