BILLA OPNAR SÝNINGU Á ÍSAFIRÐI Á MORGUN
2.11.2007 | 17:54
Það er alltaf sama fjörið í listalífnu á Ísafirði og það er ekkert djók að staðurinn sé Menningarbæ með stóru m-i. Í kvöld heldur t.d. Stórsveit Vestfjarða tónleika, á þriðjudag er það Mugison og á miðvikudag verður ljóðaleikurinn Ég bið að heilsa frumsýndur. Á morgun, laugardag, opnar listakonan Marsibil G. Kristjánsdóttir myndlistarsýningu á Langa Manga á Ísafirði. Marsibil eða Billa einsog hún er kölluð hefur verið aktíf í listalífnu hér vestra síðustu ár og er þetta þriðja einkasýning hennar á þessu ári. Í dag lauk sýningu hennar á Café Karolínu í Listagilinu á Akureyri og í sumar sýndi hún í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Marsbil hefur vakið mikila athygli fyrir pennateikningar sínar sem eru unnar af mikilli natni og nákvæmni. Þetta eru verk þar sem smáatriðin skipta máli. Það ber hinsvegar nýtt við á sýningu Billu á Langa Manga á morgun því þar verða ekki pennateikningar heldur litmyndir. Nafn sýningarinnar er líka í takt við það eða ,,Í lit". Billa hefur starfað mikið með Kómedíuleikhúsinu sem leikmynda-, leikmuna og brúðuhönnuður. Hún gerði t.d. fígúrurnar í verðlaunaleiknum Gísli Súrsson og teiknaði geggjaðar skrímslamyndir fyrir einleikinn Skrímsli. Nú situr hún sveit við að hanna og gera brúður, leikmynd og fleira fyrir jólaeinleikinn Jólasveinar Grýlusynir. Sýningin Í lit verður opnuð á morgun, laugardag, kl.16 boðið verður uppá léttar veitingar og listakonan verður á svæðinu. Endilega kikkið á Langa Manga á morgun.
Listakonan Billa við pennaverk sín sem verða ekki í aðalhlutverki á nýjustu sýningu hennar heldur myndir Í lit.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.