LJÓÐ KVÖLDSINS - EINBÚINN
3.11.2007 | 21:57
Ljóð dagsins náði ekki að komast hér inn í dag sökum anna Kómedíuleikarans í dag, æfing og opnun og fleira listrænt í gangi á Ísó að vanda. Ljóð kvöldsins verður það þá að þessu sinni. Áfram höldum við að hita upp fyrir frumsýningu á miðvikudag og bjóðum uppá ljóð listaskáldsins góða. Ljóðið heitir Einbúinn og gaman er að geta þess að í sýningunni, Ég bið að heilsa, er þetta ljóð flutt bæði af leikara og svo hefur tónlistargæinn samið þessa fínu melodíu við ljóðið. Til að fá að heyra og sjá þá er bara að kikka á frums. á miðvikudag kl.20 á Við Pollinn á Ísó. Jónas teik it avei:
EINBÚINN
Yfir dal, yfir sund,
yfir gil, yfir grund
hef ég gengið á vindléttum fótum.
Ég hef leitað mér að,
hvar ég ætti mér stað,
út um öldur og fjöll og í gjótum.
En ég fann ekki neinn,
ég er orðinn of seinn,
þar er alsett af lifandi og dauðum.
Ég er einbúi nú
og ég á mér nú bú
í eldinum logandi rauðum.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Til hammó með frúnna! Glæsileg sýning.
Ylfa Mist Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 22:31
Takk já ég er tvöfalt stolltur bæði af konu og dóttur sem sýnir í fyrsta sinn verk sín og já hún á ekki langt að sækja hæfileikana frá mömmu sinni. Allavega fékk hún ekki þumalputtana mína, hjúkket segi ég nú bara.
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.