LJÓÐ DAGSINS - STÖKUR
4.11.2007 | 14:37
Enn er Jónas Hallgríms í aðalhlutverki og hér kemur ein ljóðaklassík:
STÖKUR
Enginn grætur Íslending
einan sér og dáinn.
Þegar allt er komi í kring,
kyssir torfan náinn.
Mér er þetta mátulegt
mátti vel við haga,
hefði ég betur hana þekkt,
sem harma ég alla daga.
Lifðu sæl við glaum og glys,
gangi þér allt í haginn.
Í öngum mínum erlendis
yrki ég skemmstan daginn.
Sólin heim úr suðri snýr,
sumri lofar hlýju.
Ó, að ég væri orðinn nýr
og ynni þér að nýju!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.