FJÓRÐI SVEINNINN MÆTTUR Í KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ
13.11.2007 | 19:15
Þeir streyma í Kómedíuleikhúsið Jólasveinarnir Grýlusynir. Hér kemur fjórði sveinninn sem er einmitt á ferð á matmálstímum ef ske kynni að skyr sé til í bænum. Reyndar er hann ekki alveg sáttur við skyrflóruna í dag fílar ekki þekka karamellu, jarðaberja eða súkkulaðimintu skyr. Hvað þá þetta púktur is og drykkjarskyr. Nei, takk, Skyrgámur vill hafa skyrið einsog í gamla daga, þykkt, súrt og bragðsterkt. Svoleiðis getur hann hámað í sig endalaust færi t.d. létt með að sporðrenna einum fristigámi af skyri. Útlitið er líka í stíl við matarvenjurnar því hann lítur út einsog tunna. Eða einsog hann segir sjálfur frá í vísunni sinni:
SKYRGÁMUR
Líttu' á mig, - ég lít út einsog tunna!
Já - eitt er það sem fáir aðrir kunna:
að tæma aleinn ámu risastóra
sem venjulega dugar fyrir fjóra.
Hún troðfull er af skyri beint frá bænum
ég tæmi'ana til botns í einum grænum.
Svo sit ég bara afvelta og get mig ekki hreyft,
ég veit það bara að þetta hefði Grýla aldrei leyft,
hvort sem skyrið hefði verið gefins eða keypt!
Skyrrrrrrr
Skyrrrrrrr
Skyrrrrrr
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.