JÓLASTUÐ Í ÆVINTÝRAHÚSI JÓLASVEINANNA Á ÍSÓ ALLA HELGINA
18.11.2007 | 19:01
Þá er fyrsta sýningarhelgi á jólaleiknum Jólasveinar Grýlusynir lokið og er óhætt að segja að vel hafi gengið. Fullt var á allar sýningar helgarinnar jólalegagóð og mikil stemning. Jólasveinarnir Grýlusynir skemmtu sér og öðrum einsog þeim einum er lagið. Undanfarið hefur verið birt hér á Kómedíublogginu jólasveinavísur Grýlusona en vísurnar eru fleiri. Unglingspilturinn í verkinu sem er að leita að strokukúnni Búkollu fer með bæði loka og upphafsvísu. Sú fyrri er kveðin uppá gamla móðan svona einsog þululestur en hin seinni er sungin. Svona er fyrri vísan:
Vá ég er búinn að hanga hér í allan dag
að leita gömlu beljunni, - ég er að fá slag.
Hér er ekkert gemsa samband enginn heyrir neitt
amma heima brjáluð og klukkan orðin eitt.
Sko amma hún á belju sem ég átti' að leita að
beljan er svo rugluð - hún vill alltaf finna stað
sem enginn getur fundið - og amma trúir því
að í þetta skipti feli hún sig fjöllunum í.
Búkolla - Búkolla - Búkolla - Búkolla!
Pabbi' og mamma voru orðinn drulluleið á því
að hafa mig alltaf hangandi tölvunni í.
Þau píndu mig í sveitina að vera ömmu hjá.
Því þar er ekkert internet og enga pizzu' að fá.
Í staðinn fæ ég hafragraut og hlusta á Rás 1.
Sem ég get ekki skilið því hún segir ekki neitt.
Þar eru bara fréttirnar svo dánafregnirnar,
í mesta lagi endurteknar auglýsingarnar!
Ég verð að finna Búkollu.
Búkolla - Búkolla - Búkolla - Búkolla!
Ég er ekki að fíla það að þvælast hérna um
rennblautur í fæturna á gallabuxunum.
Amma þurfti' að senda mig hingað upp í fjöll
að leita' að henni Búkollu, ég vildi hún væri orðinn tröll!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Skemmtilegt!!! Hlakka til að koma með börnin og sjá Jólasveina Grýlusyni.
Ylfa Mist Helgadóttir, 18.11.2007 kl. 19:53
til hamingju með greinilega vel heppnaða frumsýningarhelgi!! Ég ætla mér svo sannarlega að koma og sjá dýrðina;)
Gangi ykkur áfram vel
Harpa Oddbjörnsdóttir, 18.11.2007 kl. 20:32
Takk fyrir hlý og góð orð.
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.