ÉG BIÐ AÐ HEILSA Í BOLUNGARVÍK

Ljóðaleikurinn Ég bið að heilsa verður sýndur í Einarshúsi í Bolungarvík í kvöld. Sýningin hefst kl.20.00 og verður boðið uppá hressandi veitingar að hætti Vertsins í Einarshúsi. Þetta er fjórða sýning á Ég bið að heilsa og hafa viðtökur verið mjög góðar. Í gærkveldi var boðið uppá danskt Smörrebröd á undan leiksýningu og mæltist það vel fyrir enda dvaldi þjóðskáldið lengi í Danaveldi. Stefnt er að því að sýna leikinn víðar um Vestfirði á næstunni og jafnvel verður farið útfyrir kjálkann. Sjáum til. Þeir félagar Elfar Logi og Þröstur segjast vera til í ýmislegt þessvegna að sýna leikinn í Alþjóðahúsinu í borginni eða í Norrænahúsinu. Semsagt allt opið. En byrjum á Bolungarvík þar verður Jónasardagskráin Ég bið að heilsa á fjölunum í Einarshúsi í kvöld klukkan átta. Heyrst hefur að Víkarar ætli að fjölmenna.

eg bid ad heilsaKómedíuleikarinn og Þröstur Jóhannesson í Jónasarsfíling.

Mynd: Halldór Sveinbjörnsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband