KÓMÍSKU SVEINARNIR SLÁ Í GEGN NÆSTA SÝNING Á MORGUN SUNNUDAG

Það er sannkölluð jólasveinaævintýrastemning sem ríkir í Tjöruhúsinu á Ísafirði þessa dagana. Þar hafa Kómískur jólasveinarnir komið sér fyrir og sýna ævintýri sitt allar helgar fram að jólum. Næsta sýning er á morgun, sunnudag, kl.14.00. Miðaverðið er Kómískt að vanda eða aðeins 1.900.kr. og er heitt súkkulaði og heimabakaðar smákökur frá Grýlu í eftirrétt. Miðapantanir á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is

jólasveinar 005 Gluggagæi finnst nóg að glápa innum gluggana

jólasveinar 004 Þvörusleiki finnst gaman þegar margir koma saman og elda sér mat í potti því þá veit hann að þvaran bíður hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er alveg ákveðin í að bjóða stubbnum á þessa sýningu, kemst samt ekki á morgunn, því ég verð að huga að jólakortunum.  En ég kem pottþétt.  Frábært framtak. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2007 kl. 19:00

2 Smámynd: Ingi Þór Ágústsson

Vildi þakka fyrir frábæra sýningu í gær, sunnudag.  Þetta er virkilega skemmtilegt leikrit, vel útfært og virkilega gaman að sjá hvernig húsið er notað í uppfærslunni.  Lögin voru hreint út sagt frábær og búningarnir og grímurnar svakalega flott allt saman - fjölskyldan skemmti sér vel - takk enn og aftur fyrir skemmtilega sýningu 

Ingi Þór Ágústsson, 26.11.2007 kl. 08:37

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Hvenær er næsta sýning á Kómedíusveinunum? 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 26.11.2007 kl. 09:27

4 identicon

Takk fyrir hlý orð Ingi gaman að heyra að ykkur hafi líkað vel. Tjöruhúsið er sannarlega gott húsnæði fyrir Grýlusynina enda sannkallað ævintýrahús jólasveinanna, spurning hvort Kómedía vilji nokkuð skila húsinu aftur þetta er bara svo geggjað leikhús. Næsta sýning Matthildur er á laugardag 1. des. kl.14.00 miðapantanir á heimasíðunni www.komedia.is svo getur þú líka bara nippað í mig á bæjarröltinu er alltaf með jólasveinabókhaldið með mér.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband