KÓMEDÍULEIKARINN Í GRUNNSKÓLA
28.11.2007 | 15:31
Kómedíuleikarinn fer víða og að undanförnu hefur hann unnið með nemendum við Grunnskólann á Ísafirði. Er þetta stór og mikill leikhópur sem hefur staðið sig með miklum sóma á æfingatímanum en ungu leikararnir eru þó aðeins byrjaðir að naga neglurnar fyrir frumsýningu sem er núna á föstudaginn. Enda mikilvægt að frumsýningarstressið sé til staðar annars væri nú ekkert gaman að standa í þessu. Sýning hópsins nefnist Bútasaumur og Blómasúpa og er brjáðfjörugt og fjölbreytt stykki með kabarett ívafi. Frumsýnt verður föstudaginn 30. desember í sal Grunnskólans á Ísó. En löng hefð er fyrir því að nemendur frumsýni leikverk á þessum árstíma. Önnur sýning verður á mánudag kl.20.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.