EKKI HÆTTA THINGEYRI PUNKTUR IS
3.12.2007 | 11:59
Nú þurfa einhverjir öflugir hugsjónarmenn á Þingeyri að stökkva til og bjarga málunum. Í morgun var nefnilega frétt um það á þeim ágæta vef www.thingeyri.is að þeir sem hafa staðið af vefnum ætli nú að láta staðar numið. Það væri algjör synd ef það gerðis því vefurinn er fjölsóttur nokkur hundruð heimsóknir á dag og mikilvægt í nútíma samfélagi að hafa einn stað þar sem finna má upplýsingar um það sem er um að vera í þorpinu hverju sinni. Auðvitað veit maður að það eru engir monnípeningar í þessu og sennilega hafa frumherjar vefsins á Þingeyri borgað með þessu þau fimm ár sem vefurinn hefur verið í loftinu. Það er fullt af hugsjónafólki á Þingeyri og nú er bara að vona að þeir sameinist um að halda áfram með Þingeyrarvefinn og halda þar með áfram að poppa upp mannlífið á Þingeyri með jafnöflugum hætti og frumherjarnir á eyrinni hafa gert síðustu fimm ár.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.