JÓLAGJÖFIN Í ÁR ER HLJÓÐBÓK
4.12.2007 | 17:46
Hljóðbókin hefur verið að festa sig vel í sessi hér á landi síðastliðin ár. Enda er hljóðbókin frábær kostur og alltaf gaman að láta lesa fyrir sig. Það er líka hægt að taka hljóðbókina með sér hvert sem hvort heldur í sumarbústaðinn eða í bílinn. Hljóðbókin léttir líka vinnuna eða heimlisstörfin t.d. við uppvaskið. Kómedíuleikhúsið hefur verið að hasla sér völl í hljóðbókaútgáfu og hefur nú gefið út tvær hljóðbækur á þessu ári. Í vor gaf Kómedía út hljóðbókina Þjóðsögur úr Vesturbyggð og nýjasta afurðinn er hljóðbókin Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ. Kómísku hljóðbækurnar fást í verslun leikhússins á heimsíðunni www.komedia.is og verðið er alveg Kómískt eða aðeins 1.999.- kr. stykkið.
Kómedíuleikhúsið stefnir að því að gefa út tvær hljóðbækur á komandi ári. Hverjar þær verða er ekki hægt að upplýsa alveg strax en þið verðið fyrst til að vita af því.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.