VERSLUNIN SPÚTNIK ÞJÓNAR EKKI LANDSBYGGÐINNI

Það er nú ekkert auðvelt má að versla sér buxur nú til dags sérstaklega ef mann vantar sérstakar buxur. Dóttur Kómedíuleikarans langaði í buxur og einmitt þessar sérstöku og í ljós kom að þessar einstöku buxur fást einungis í verluninni Spútnik á Laugavegi. Við sláum á þráðinn og einhver gellan í sjoppunni svarar. Jú, jú þessar buxur eru til. Frábært ég ætla að fá þær sendar hingað á Ísafjörð takk. Því miður við sendum ekki út á land. Löng þöng í símanaum, ég kíkti á dagatalið jú það er árið 2007 núna. Spurði síðan þessari sígildu spurningu: Ha, hvað sagðir þú? Við sendum ekki útá land. Og þar með lauk símtalinu. Kómedíuleikarinn verður ekki oft orðlaus en er það núna ég meina hvurslags er þetta eiginlega. Er svona erfitt að henda buxum í umslag og rölta með það í pósthúsið. Og að sjálfsögðu láta viðtakenda borga sendingarkostnaði og sjoppan tapar engu en stúlkan sem rölti með pakkann getur vel við unað að hafa fengið góðan göngutúr og jafnvel fengið sér smók á leiðinni ef hún reykir allaveg einn taktu með kaffi. En nei Verslunin Spútnik sendir ekki út á land og þannig er það bara og þess vegna fannst mér rétt að koma því á framfæri svo hinir tveir sem búa á landsbyggðinni geti sparað sér símtalið í þessa verslun og verslað sínar buxur annarsstaðar þar sem enn er landsbyggðaþjónusta. Reyndar skilst mér að Verslunin Spútnik sé ekki sú eina sem sendir ekki út á land. Það er leitt ef svo er því nú fer verslunum fækkandi á landsbyggðinni en ef þetta heldur áfram verður það þá kannski til þess að verslunin nái sér aftur á strik á landsbyggðinni enda alltaf best að versla í heimabyggð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marsibil G Kristjánsdóttir

Verslunin Orkusteinn á Ísafirði sendir út á land,( ekki buxur) en þar fæst öðruvísi gjafavara.    A.T.H,    orkusteinn@orkusteinn.is

Marsibil G Kristjánsdóttir, 6.12.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband