LÍFÆÐIN VESTFIRSK ÚTVARPSSTÖÐ Í LOFTIÐ
6.12.2007 | 13:19
Það er margt hugsjónafólkið sem byggir Vestfirðina enda hefur einstaklings framtakið alltaf verið stór þáttur í lista- og menningarlífi á Vestfjörðum. Nú hefur einn hugsjónasonur Vestfjarða, Þórður Vagnsson, opnað eitt stykki útvarpsstöð í Bolungarvík. Stöðin nefnist Lífæðin og verður í loftinu nú í jólamánuðinum. Hér er á ferðinni hreint og klárt einstaklingsverkefni sem er staðið að með miklum bravúr einsog þeirra Vagnsbarna er háttur. Vonandi munu sem flestir stylla á þessa nýju vestfirsku stöð og óskandi er að fyrirtæki og stofnanir sjái hag sinn í að styrkja verkefnið með einhverjum monnípeningum. Það kostar ábyggilega slatta af aurum að reka svona apparat leigja sendi og borga stefgjöld ofl. Á Ísafirði næst Lífæðin á FM 101,1 og í Bolungarvík á FM 92,7.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.