VESTFIRSK JÓLALJÓÐ

Kómedíuleikarinn og Jóna Símonía Bjarnadóttir verða með jólaþátt á bestu útvarpsstöðinni Rás eitt um hátíðirnar. Þar munu þau fjalla um jólin fyrir vestan og ýmsa jólasiði. Einnig verður sagt frá jólum nokkurra vestfirskra listamanna og flutt jólaljóð eftir vestfirsk skáld. Næstu daga verða birt hér á Kómíska blogginu jólaljóð úr smiðju vestfirskra skálda. Við hefjum leikinn á ljóðinu Jól eftir meistara Stein Steinarr:

Jól  

Sjá, ennþá  rís  stjarnan, sem brennur björtust og mildust

á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snæþakta lands.

Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldust

Og huggar með fagnaðarsöngvum hvert angur manns. 

Og innan skamms byrjar kappát í koti og höllu,

og klukknahringing og messur og bænargjörð,

það er kannski heimskast og andstyggilegast af öllu,

sem upp var fundið á þessari voluðu jörð. 

Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni

Í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann:

Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni.

Og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband