VESTFIRSK JÓLALJÓĐ

Kómedíuleikarinn og Jóna Símonía Bjarnadóttir verđa međ jólaţátt á bestu útvarpsstöđinni Rás eitt um hátíđirnar. Ţar munu ţau fjalla um jólin fyrir vestan og ýmsa jólasiđi. Einnig verđur sagt frá jólum nokkurra vestfirskra listamanna og flutt jólaljóđ eftir vestfirsk skáld. Nćstu daga verđa birt hér á Kómíska blogginu jólaljóđ úr smiđju vestfirskra skálda. Viđ hefjum leikinn á ljóđinu Jól eftir meistara Stein Steinarr:

Jól  

Sjá, ennţá  rís  stjarnan, sem brennur björtust og mildust

á bládjúpum miđsvetrarhimni hins snćţakta lands.

Sjá, ennţá nálgast sú hátíđ, sem hjartanu er skyldust

Og huggar međ fagnađarsöngvum hvert angur manns. 

Og innan skamms byrjar kappát í koti og höllu,

og klukknahringing og messur og bćnargjörđ,

ţađ er kannski heimskast og andstyggilegast af öllu,

sem upp var fundiđ á ţessari voluđu jörđ. 

Og ger ţú nú snjallrćđi nokkurt, svo fólkiđ finni

Í fordćmi ţínu hygginn og slóttugan mann:

Međ kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni ţinni.

Og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband