GRÝLUKVÆÐI

Vestfirska skáldið Eggert Ólafsson frá Svefneyjum samdi geggjað kvæði um Grýlu sem hann kallar einfaldlega Grýlukvæði og hér kemur tröllkonan umtalaða Grýla:

GRÝLUKVÆÐI 

Hér er komin hún Grýla,


sem gull-leysin mól,


:,: hún er að urra' og ýla,


því af henni :,: kól.

 

Hún er að urra' og ýla,


því ein loppan fraus,


:,: þrjár hefur hún eftir,


en það ég ei :,: kaus.

 

Þrjár hefur hún heilar


og hlakkar sem örn;


:,: hún ætlar að hremma


þau íslensku :,: börn.

 

Það er hann Skúti Marðarsson,


hann svarði við það,


:,: að hennar skyldi' hann hyskið


höggva niður í :,: spað.

 

Að hann skyldi brytja það


og borða við saup;


:,: heyrði það hún Grýla


og hélt það væri :,: raup.

 

Heyrði það hún Grýla


og gretti sitt trýn:


:,: ekki munu þeir gráklæddu


leggja til :,: mín.

 

Settust að henni dísir


og sálguðu' henni þar;


:,: hróðugur var hann Skúti


og hálf-kenndur :,: var.

 

Þá mælti þá Tuga-sonur,


tyrrinn og blár;


:,: koma munu þau Grýlu-börn


til Íslands í :,: ár.

 

Koma munu þau Grýlu-börn


og kveða við dans:


:,: kyrjum við hann Skúta


og kumpána :,: hans!

 

Glöð urðu þau Grýlu-börn


og gengu af stað:


:,: aldrei skal þeim Íslendingum


eira við :,: það.

 

Ekki skal þeim Íslendingum


ævin verða löng:


:,: margan heyrða' eg óvætt,


sem undir það :,: söng.

 

Margan heyrða' eg annan,


sem undir tók þau hljóð:


:,: nú mun ei þeim íslensku


ævin verða :,: góð!

 

Afturgengin Grýla


gægist yfir mar;


:,: ekki verður hún börnunum


betri' en hún :,: var

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband