JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIR ALLA HELGINA Á ÍSÓ

Tvær sýningar eru á jólaleikritinu vinsæla Jólasveinar Grýlusynir í Tjöruhúsinu á Ísafirði um helgina. Sýnt verður bæði laugardag og sunnudag og hefjast sýningar klukkan 14.00. Miðasölusími er 8917025 einnig er hægt að panta á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is  undir liðnum Kaupa miða. Miðaverð er aðeins 1.900.- krónur og er heitt súkkulaði og smákökur innfalið í miðaverði. Jólasveinar Grýlusynir hefur nú þegar verið leikið fimm sinnum og hefur hlotið mikið lof. Enda er hér á ferðinni vönduð sýning um gömlu íslensku jólasveinana. Mikil tónlist er í leiknum en allir jólasveinarnir þrettán taka lagið. Það er Hrólfur Vagnsson sem á heiðurinn af tónlistinni en sveinavísurnar eru eftir Soffíu Vagnsdóttur. Jólasveinarnir eru líka kómískir og skemmtilegir í hönnum listakonunnar Marsibil G. Kristjánsdóttur. Það er Elfar Logi Hanneson sem leikur en hann er jafnframt höfundur ásamt Soffíu Vagnsdóttur. Það er svo Jóhann Daníel sem sér um að lýsa ævintýrið upp einsog honum einum er lagið. Allir í leikhús um helgina.

komiskur jolasveinn2 Kómedíuleikarinn og Stúfur

Mynd: Halldór Sveinbjörnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband