MENNINGARRÁÐ VESTFJARÐA STYRKIR KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ
7.12.2007 | 17:29
Það var mikil hátíðarstund í lista- og menningarsögunni á Vestfjörðum í dag þegar nýstofnað Menningarráð Vestfjarða úthlutaði styrkjum í fyrsta sinn. Athöfnin var haldin í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík og var mikil eftirvænting í lofti þegar þessi fyrstu menningarúrslit voru kynnt. 20 millur voru til úthlutunnar fyrir verkefni sem unnin hafa verið á þessu ári eða eru á framleiðslustigi. Kómedíuleikhúsið datt heldur betur í lukkupottinn og fékk styrki vegna fimm verkefna: Act alone leiklistarhátíð 2007, Jólasveinar Grýlusynir, Ég bið að heilsa og fyrir hljóðbækurnar tvær Þjóðsögur úr Vesturbyggð og Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ. Kómedíuleikhúsið þakkar Menningarráði kærlega fyrir ómetanlegt framlag til þessara verkefna. Kemur þetta að mjög góðum notum þar sem listastarfsemi kostar alltaf slatta af monnípeningum og bara það að ná á núllið fræga við hvert verkefni er frábær árangur. Stofun Menningarráðs Vestfjarða er mikill fengur fyrir listalífið á Vestfjörðum og mun efla enn frekar það öfluga menningarstarf sem þegar er. Enn og aftur kærar þakkir til Menningarráðs Vestfjarða.
Hljóðbókin Þjóðsögur úr Vesturbyggð fékk styrk frá Menningarráði.
P.s. Hljóðbókin fæst á vef Kómedíu www.komedia.is ásamt hljóðbókinni Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Til hamingu með þetta! Ég er mjög ánægð með þetta. :)
Marta, 7.12.2007 kl. 19:20
Takk báðar tvær já ég er sannarlega í Kómísku skapi þessa dagana þetta hvetur mann áfram og er jafnframt viðurkenning fyrir að það sé eitthvað vit í því sem maður hefur verið að gera í gegnum tíðina. Ég hlakka mikið til komandi árs og stefni að því að framkvæma alveg fullt
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 18:56
Til lukku með styrkinn. Þú ert vel að honum kominn
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 9.12.2007 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.