STEKKJASTAUR HEFUR SAMIÐ NÝJA VÍSU

Hann er mættur hinn langi jólasveinn sem nefndur er Stekkjastaur og er væntanlega nokkuð lúinn þegar þetta er ritað eftir að hafa sett í ég veit ekki hvað marga skó í nótt. Stekkjastaur hefur samið nýja vísu en til þessa hefur aðallega ein vísa verið í umræðunni en það er að sjálfsögðu klassíkerinn sem hefst á þessum orðum ,,Stekkjastaur kom fyrstur...." eftir Jóhannes úr Kötlum. Stekkjastaur hefur samið nýa vísu og hefur flutt hana með miklum bravúr í leikritinu Jólasveinar Grýlusynir hjá Kómedíuleikhúsinu. Hér kemur vísa Stekkjastaurs:

STEKKJASTAUR

Svakalega er ég orðinn langur!

Hann reynir líka á mig þessi gangur,

að bera búkinn efst á þessum fótum

- svona ljótum!

Tærnar á mér teygjast fram í spíss,

sem getur verið gott við klifur íss,

og skeggið hlýjar minni hvössu höku.

Þó vandast málið ef ég borða köku,

ef hrekkur mylsna oní lúsug hárin

þá segi ég í hálfum hljóðum - fjárinn!

Svo sting ég upp á því við gamla brýnið (hana Grýlu)

að þvo og snyrta á mér greppitrínið (ég í fílu!).

jólasveinar 006 Stekkjastaur orðinn svaka langur eftir langan gang.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband