TÍUNDA SÝNING Á JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIR Á MORGUN

Á morgun sunnudag verður tíunda sýning á jólaleikritinu Jólasveinar Grýlusynir og hefst hún kl.14.00. Það er óhætt að segja að Kómísku sveinarnir hafi fengið frábærar viðtökur og hafa nú um fjögur hundruð manns séð leikinn. Ekki amalegt það þar sem sýningarstaðurinn Tjöruhúsið er lítið og sætt leikhús sem tekur tæplega 60 manns í sæti ef vel er raðað. Jólastemmningin hefur sannarlega verið til staðar enda er Tjöruhúsið sannkallað ævintýrahús jólasveinanna en til gamans má geta þess að húsið er rautt sem er nú jólaliturinn í ár og síðustu aldar. Höfundar Jólasveina Grýlusona eru þau Elfar Logi Hannesson og Soffía Vagnsdóttir, hann leikur og hún leikstýrir. Leikmyndahönnum og jólasveinahönnun er í höndum listakonunnar Marsibil G. Kristjánsdóttur. Hrólfur Vagnsson semur tónlist og Jóhann Daníel Daníelsson lýsir ævintýrið upp. Hægt er að panta miða á jólaleikritið Jólasveinar Grýlusynir á heimasíðu leikhússins www.komedia.is

komiskur jolasveinn2Nútíma unglingspiltur á tali við Stúf.

Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband