HURÐASKELLIR YRKIR OG ELSKAR AÐ HAFA HÁTT

Hurðaskellir er mættur í bæinn og átti nú nokkuð erfiða nótt allavega hér vestra rok og læti. En honum fannst það nú svosem ekki slæmt þar sem hann elskar að hafa hátt og skellir hurðum af stakri list. Hurðaskellir hefur heldur betur skellt hurðum í Tjöruhúsinu á Ísó í jólaleikritinu Jólasveinar Grýlusynir. Hefur það mikil áhrif á gang mála í verkinu en til að komast að því er best að mæta bara í Tjöruhúsið ævintýrahús jólasveinanna og sjá jólastykkið. Næsta sýning er á laugardag 22. desember kl.14.00 og stendur miðasala yfir á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is Hurðaskellir hefur sett saman skemmtilega vísu um þetta sérstaka áhugamál sitt að skella hurðum:

HURÐASKELLIR

Hurðaskellir heiti ég og elska að hafa hátt.

Ef einhversstaðar sé ég hurð sem stendur uppá gátt,

þá rýk ég til og skelli

með ógnarlegum hvelli,

svo hrekkur þú í kút,

en ég er rokinn út!

Hristist hún á hjörunum,

skelfur þú í spjörunum!

Ha, ha, hæ,

ég skellihlæ

og nægju mína fæ.

hurdaskellirHurðaskellir í ham enda kominn í bæinn og skellir hurðum sem aldrei fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband