GLUGGAGÆGIR LIGGUR Á GLUGGA OG ER AÐ GLÁPA

Gluggagægir kominn af fjöllum og mikið hafði hann það nú gaman í nótt. Ekki bara sport að gefa í skóinn heldur um leið gafst honum einstakt tækifæri til að taka út glugga landsins. Gluggagægir nær heldur betur miklum áfanga í verkinu Jólasveinar Grýlusynir því þar tekst honum loks að útbúa sinn eigin glugga. Gluggagægir hefur sett saman nýja vísu um sig og þar segir frá hans aðaláhugamáli.

GLUGGAGÆGIR

Hér ligg ég einn á glugga og er að glápa

inn til þín og augun í mér rápa

til og frá í augnatóftum mínum

er fylgist ég með ferðum þínum.

Í öllum bænum lát þér ekki bregða

þó þurfi' ég mér á þennan hátt að hegða,

en nafnið mitt er gamli Gluggagægir

að glápa inn um gluggana - það nægir!

gluggagaeir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband