JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIR Á ÍSAFIRÐI Á MORGUN

Jólaleikritið vinsæla Jólasveinar Grýlusynir verður sýnt á morgun í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Sýning hefst kl.14 og stendur miðasala yfir á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is Grýlusynirnir hafa fengið fádæma góðar viðtökur hér vestra og hafa nú þegar verið sýndar tíu sýningar. Enda eru hér á ferðinni alíslenskir jólasveinar þessir gömlu góðu ekki þessir rauðu enda er sýningin ekki styrkt af Kóka Kóla. Mikil tónlist er í sýningunni því allir sveinarnir þrettán taka lagið og einnig unglingspilturinn sem flækist inní þeirra ævintýri. Pilturinn sá er að leita að beljunni Búkollu sem hefur strokið einn ganginn enn frá ömmu gömlu. Leitin leiðir hann að jólasveinahellinum og þar gerast nú ævintýrin. Jólasveinar Grýlusynir verða á fjölunum í Tjöruhúsinu ævintýrahúsi jólasveinanna á morgun einsog áður var getið. Síðasta sýning á leiknum verður milli jóla og nýárs nánar tiltekið 27. desember kl.17.00.

jolasveinar grylusynirUnglingspilturinn og jólasveinarnir þrettán


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband