HVER HEFUR NEF SEM ER NÆMAST ALLRA NEFJA? GETTU NÚ

Gáttaþefur kominn á kreik en þessi jólasveinn hefur verið feikivinsæll þó ekki hafi farið eins mikið fyrir honum undanfarin ár. Fyrir allmörgum árum var Gáttaþefur iðinn við að gefa út úrvals fína hljómplötur sem voru nánast til í  hverju koti og höll. Enda eru þetta úrvals verk og þegar orðinn klassík. Veit ekki hvort plöturnar hafi verið gefnar út á geisla ef svo er ekki mætti gjarnan bæta úr því ég skal kaupa seríuna. Gáttaþefur hefur feiki stórt nef enda er það næmast allra nefja einsog hann segir í vísunni sinni:

GÁTTAÞEFUR

Nefið mitt er næmast allra nefja,

það á það líka stundum til að tefja

ferðir mínar vítt og breitt um bæinn,

því ég er alveg einstaklega laginn

að þefa uppi eldhúsilminn góða

þegar einhver frúin fer að sjóða.

Þá staldra ég við skráargat og sting svo nefi inn

og lyngi aftur augunum er jólailminn finn.

gattatefurGáttaþefur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðileg jól og farsælt komandi ár Elvar Logi minn.  Megi gæfan fylgja þér og þínum.  Takk fyrir gamla árið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2007 kl. 14:33

2 identicon

Takk sömuleiðis og megi þér ganga allt í haginn á nýja árinu sem verður alveg örugglega geggjað skemmtilegt og vonandi mjög blómlegt bæði í listinni sem og í náttúrunni.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband