KÓMÍSK LEIKRÆN SÍLD Á SIGLÓ
8.1.2008 | 15:52
Kómedíuleikarinn er búinn að koma sér fyrir á Siglufirði og mun dvelja þar næstu vikurnar. Ekki er hann þó kominn þangað til að vinna í síld enda ekki verið talinn heppilegur í fiskvinnslustörfum eftir að hann starfaði í Fiskvinnslunni á Bídó árið 19áttatíu og eitthvað. Nei þar kom strax í ljós að þetta djobb var ekki handa honum. Þó mætti líkja djobbi Kómedíuleikarans við vertíð á síldinni hér á árum áður en þessi vertíð stendur í sex vikur, eini munurinn er sá í stað síldar eru leikarar. Semsagt kominn til starfa hjá Leikfélagi Siglufjarðar og mun setja upp ítalska ærslaleikinn Tveggja þjónn eða Einn þjónn tveir herrar eftir Carlo Goldoni. Hér er á ferðinni þrælfjörugur leikur saminn í anda Kómedíu dell'Arte neð Harlekínó og co. Það er því engin hætt á að Kómedían lyggi niðri þó Kómedíuleikhúsið verði ekki með neitt á fjölunum á næstunni. Hins vegar verður ekki legið í neinum kryddlegi því Kómedíuleikarinn vinnur að handriti að nýjum einleik sem verður frumsýndur ef goðin leyfa næsta sumar. Ef með pökkum þessu saman á Kómísku máli þá má segja að framundan sé Kómísk Leikræn Síld á Sigló.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.