EYRARRÓSINA Á EYRINA Á ÍSÓ

Í dag verður Eyrarrósin verður afhent í dag og ég verð nú bara að segja að það kæmi mér á nokk á óvart ef hún fer ekki á Eyrina á Ísafirði þetta árið. Já Vestfirðir eru tilnefndir aftur með sama verkefni og í fyrra rokkfestivalið Aldrei fór ég suður sem er hugmynd hugsjónastráksins Mugison. Reyndar fór rósin vestur síðast en þá fékk hið frábæra Galdrasafn á Ströndum Eyrarrósina og voru þeir kuklarar Siggi Atla og Jón vel að þeim verðlaunum komnir. Galdrasafnið er einmitt landsbyggðaverkefni sem hefur hlaðið uppá sig bæði verið atvinnuskapandi og síðast en ekki síst laðað að fleiri tugi þúsunda manna. Sama hefur gerst með Aldrei fór ég suður sem er reyndar alfarið rekið af hugsjón því það er ókeypis inná tónleikana en fjöldi góðra fyrirtækja styrkja viðburðinn. Vestfirðingar hafa verið duglegir að bjóða uppá vandaða dagskrá fyrir alla sem kostar núll krónur því auk rokkfestivalsins er líka haldin leiklistarhátíðin Act alone á Ísafirði yfir sumartímann og þá er frítt í leikhús. Hugur Kómedíu er með þeim rokkmönnum í dag og nú er bara að segja: Aldrei að segja aldrei.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband